Ákast ehf.

Hjá Ákasti ehf. starfar múrarameistarinn Magnús Böðvarsson sem hefur mikla reynslu og þekkingu við smíði á opnum stein eldstæðum.

 

Ákast tekur að sér að smíða opna steinarna í nýbyggingum og þar sem flutt er inn, einnig tökum við að okkur að gera við gamla arna sem ekki virka. Þar sem búið er að flytja inn setjum við vörn á gólfefni og tjöldum í kringum vinnusvæðið svo ryk fari ekki um allt.

 

Við höfum mikinn áhuga á starfinu okkar og hlökkum til nýrra verkefna.

 

Við notum reykhillu í alla arna sem við gerum. En reykhillan eykur virknina í skorsteininum, og hindrar að slái niður í eldstæðið. Í þeim örnum sem reykhilla er þarf reykurinn að taka beygju fram hjá reykhillunni, þegar loft tekur beygju eikur það hraðan og skorsteinninn tekur við meiri reyk. Einnig tekur reykhillan við því regni sem rignir ofan í op skorsteinsins og þar gufar það upp.

 

Það þarf ekki hatt á skorsteina þar sem er reykhilla, hattur á skorsteini minnkar virknina en reykhillan eikur virknina í arninum.

 

Skorsteininn þarf að ná 800 mm upp fyrir mæni eða hæðsta punkt á þaki, opið þarf að vera 230 mm * 230 mm stokkur.

Op skorsteinsins þarf að vera lárétt og hæsti punktur skorsteinsins, hæðar munur þarf að vera 10 mm á meter að ytri brún skorsteins. Einangra þarf steypta skorsteina með 50 mm vikur milli veggjaplötum.

 

Þar sem ekki er skorsteinn fyrir er hægt að setja stálskorstein, hann þarf að vera úr ryðfríðu stáli og einangraður með 50 mm steinull, ef skorsteininn er rör þarf þvermálið á innra rörinu að vera 250 mm. Við bendum á vana blikksmiði í slíka vinnu.

 

Við erum oft spurð hvað sé best að brenna, við mælum með íslensku birki.

 

Nauðsynlegt er að hafa kubbagrind í arninum. Þá loftar betur um kubbana, þeir sitja ekki í öskunni og brenna því betur. Best er að  kubbagrindur séu úr pottjárni því þær þola hita best. Hæfilegt bil á milli teinanna er 13 mm.